Fréttatilkynningar

Samanburður á áhrifum „stóra frumvarpsins“ og fjórföldunar á veiðigjaldi á rekstur og efnahag íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja - 2.12.2011

Að beiðni efnahags- og viðskiptaráðherra hefur Stefán B. Gunnlaugsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri, gert samanburð á áhrifum frumvarps samkvæmt þingskjali nr. 1475 (sem oftast er kallað „stóra frumvarpið) og áhrifum fjórföldunar á veiðigjaldi á rekstur og efnahags íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Lesa meira
 

Frumvarp um jöfnun flutningskostnaðar - 29.11.2011

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, kynnti í dag í ríkisstjórn frumvarp um svæðisbundna flutningsjöfnun. Lesa meira
 

Tillaga til þingsályktunar um erlenda fjárfestingu - 29.11.2011

Ríkisstjórnin samþykkti í dag tillögu til þingsályktunar um erlenda fjárfestingu. Í tillögunni er mikilvægi fjárfestingar í íslensku atvinnulífi áréttað og hvatt til gagnsærrar meðferðar mála er varða erlenda fjárfestingu og skýrra og ótvíræðra reglna um hana. Lesa meira
 

Hörpuráðstefnan vakti athygli víða - 24.11.2011

Ráðstefnan Ísland á batavegi - lærdómar og verkefni sem efnahags- og viðskiptaráðuneytið, Seðlabanki Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) skipulögðu og haldin var í Hörpu í lok október vakti verulega alþjóðlega athygli. Ráðstefnan var öllum opin meðan húsrúm leyfði og var aðsókn töluvert meiri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.
Lesa meira
 

Ráðherra flutti ræðu hjá norsk-íslenska verslunarráðinu - 23.11.2011

Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra flutti framsögu um stöðu íslenskra efnahagsmála á fjölsóttum, opnum fundi norsk-íslenska verslunarráðsins í Osló í dag.

Lesa meira
 

Lög samþykkt um breytingu á reglum um varnarþing vegna riftunarmála og riftunarfrest. - 15.11.2011

Með lögum nr. 146/2011 er XII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki breytt í þeim tilgangi að lögleiða sérstakt varnarþingsákvæði um riftunarmál vegna fjármálafyrirtækja sem tekin hafa verið til slita hér á landi og framlengdur frestur til að höfða riftunarmál vegna gerninga fjármálafyrirtækja. Lesa meira
 

Nýr kafli - 10.11.2011

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, kynnti í dag nýja efnahagsáætlun á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu.

Lesa meira
 

Minnisblað efnahags- og viðskiptaráðherra til innanríkisráðherra vegna kaupa á hluta Grímsstaða á Fjöllum - 9.11.2011

Efnahags- og viðskiptaráðherra sendi í dag innanríkisráðherra minnisblað vegna kaupa kínversks fjárfestis á hluta Grímsstaða á Fjöllum. Lesa meira
 

ICELAND'S RECOVERY - Opening remarks by Mr Árni Páll Árnason, Minister of Economic Affairs - 27.10.2011

Ræða Árna Páls Árnasonar efnahagsráðherra flutt á ráðstefnu  Ísland á batavegi: Lærdómar og verkefni framundan í Hörpunni 27. október 2011. Ræðan er á ensku.

Lesa meira
 

Stjórnvöld svara ESA vegna Icesave málsins - 5.10.2011

Stjórnvöld hafa svarað Eftirlitsstofnun EFTA vegna rökstudds álits sem stofnunin sendi íslenskum stjórnvöldum 6. júní sl. 
Lesa meira
 

Íslensk stjórnvöld og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn efna til alþjóðlegrar ráðstefnu um lærdóma af efnahagskreppunni og verkefni framundan - 3.10.2011

Ísland var eitt af fyrstu löndunum sem alþjóðlega fjármálakreppan 2008 skall á af fullum þunga. Nú, þremur árum síðar, þegar hagkerfið er á batavegi, munu íslensk stjórnvöld og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn standa sameiginlega fyrir ráðstefnu með þekktum fyrirlesurum í Reykjavík 27. október 2011 til að meta árangur Íslands og fjalla um þau viðfangsefni sem bíða úrlausnar. Lesa meira
 

Ráðherra flutti fyrirlestur í John Hopkins háskóla í Washington - 23.9.2011

Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra hélt í gær fyrirlestur hjá SAIS stofnun John Hopkins háskólans í Washington. Fyrirlesturinn bar heitið „Of stór til að falla og of stór til að bjarga“. Lesa meira
 

Eftirlitsnefnd um sértæka skuldaaðlögun skilar þriðju skýrslu - 22.9.2011

Eftirlitsnefnd vegna aðgerða í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins skilaði efnahags- og viðskiptaráðherra þriðju skýrslu sinni 9. september sl.

Lesa meira
 

Áætlun um losun gjaldeyrishafta – höftin gildi lengst til ársloka 2013 - 19.9.2011

Alþingi samþykkti á laugardag frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra um breytingar á lögum um gjaldeyrismál og tollalögum. Lagasetningin er liður í áætlun stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta, sem innleidd voru í kjölfar bankahruns í október 2008.

Lesa meira
 

Ráðherra kynnir stöðu efnahagsmála fyrir forystufólki í dönsku efnahagslífi - 16.9.2011

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, flutti á þriðjudag erindi um stöðu efnahagsmála á Íslandi hjá Institut for selskabsledelse í Kaupmannahöfn. Í erindinu gerði ráðherra grein fyrir þeim árangri sem náðst hefði í endurreisn efnahagslífsins frá 2008 og farsælum lokum samstarfsáætlunarinnar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Lesa meira
 
Frá vinstri. Friðrik Már Baldursson forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, Bryndís Hlöðversdóttir rektor Háskólans á Bifröst, Friðbert Traustason formaður SSF,  Birna Einarsdóttir formaður SF

Samstarfssamningur um vottun fjármálaráðgjafa - 8.9.2011

Samningur um vottun fjármálaráðgjafa var undirritaður í dag. Verkefnið er samstarfssamningur efnahags- og viðskiptaráðuneytis, Háskólans á Bifröst, viðskiptafræðideildar HÍ, Háskólans í Reykjavík, Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja og Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF).

Lesa meira
 
Fé framundan

Ráðstefna um fjármálalæsi – 9. september - 29.8.2011

„Fjármálablinda – þörf á framtíðarsýn“ er yfirskrift ráðstefnu um fjármálalæsi sem fram fer í Þjóðmenningarhúsinu, 9. september næstkomandi.

Lesa meira
 

Ísland útskrifast - Samstarf Íslands og AGS um efnahagsáætlun komið á leiðarenda - 26.8.2011

Stjórn AGS samþykkti í Washington í dag síðustu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands sem þar með verður fyrsta ríkið til að útskrifast úr slíkri áætlun í yfirstandandi alþjóðafjármálakreppu.

Lesa meira
 

110% leiðin – úrræði fyrir yfirveðsett heimili - 28.6.2011

Vakin er athygli á því að þeir sem vilja óska eftir niðurfærslu veðskulda af íbúðalánum samkvæmt svokallaðri 110% leið þurfa að sækja um það fyrir 1. júlí næstkomandi. Frestur til að sækja um niðurfærslu veðskulda samkvæmt samkomulagi lánveitenda á íbúðalánamarkaði rennur út 30. júní næstkomandi.

Lesa meira
 

OECD birtir skýrslu um Ísland - 21.6.2011

Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) kynnti í dag skýrsluna Economic Survey um þróun efnahagsmála á Íslandi. Skýrslur af þessu tagi eru gefnar út á 18-24 mánaða fresti fyrir hvert og eitt aðildarríki OECD og var Ísland síðast til umfjöllunar árið 2009.

Lesa meira
 

Ísland sem fjárfestingakostur - ráðherra gestur dansk-íslenska verslunarráðsins í Kaupmannahöfn í dag - 16.6.2011

Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra flutti í dag framsögu um Ísland sem fjárfestingakost og hagstjórn landsins á opnum fundi dansk-íslenska verslunarráðsins í Kaupmannahöfn.

Lesa meira
 

Rökstutt álit Eftirlitsstofnunar EFTA um Icesave málið - Yfirlýsing efnahags- og viðskiptaráðherra til Alþingis - 10.6.2011

Eftirlitsstofnun EFTA sendi íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit um Icesave-málið í morgun. Í því kemur fram sú afstaða stofnunarinnar að Íslandi beri að tryggja að innstæðueigendur í Icesave í Hollandi og Bretlandi fái greiddar að lágmarki 20.887 evrur í samræmi við tilskipun um innstæðutryggingar.  Fellst stofnunin ekki á svör íslenskra stjórnvalda frá 2. maí sl.

Lesa meira
 

Viljayfirlýsing stjórnvalda á íslensku - 9.6.2011

Efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur látið þýða viljayfirlýsingu stjórnvalda (e. Letter of Intent), sem send var Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 19. maí sl. í tengslum við fimmtu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS.

Lesa meira
 

Fimmta endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands samþykkt í stjórn AGS - 3.6.2011

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) samþykkti fimmtu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og sjóðsins á fundi sínum í Washington í dag, 3. júní.

Lesa meira
 

Ávinningur af endurútreikningi 80.000 lána kominn fram samkvæmt lögum - 29.5.2011

Lög nr. 151/2010

voru sett í desember sl. í þeim tilgangi að færa öllum lántökum gengistryggðra lána ávinning til samræmis við dómsniðurstöðu Hæstaréttar um ógildi gengistryggðra lána. Með löggjöfinni lækkaði skuldastaða heimilanna um 50 milljarða króna.

Lesa meira
 

OECD spáir 2,2% hagvexti á Íslandi á árinu - 26.5.2011

Efnahags- og framfarastofnuni, OECD, birti í gær skýrslu sína Economic Outlook, sem út kemur tvisvar á ári. Í þeim kafla skýrslunnar sem Ísland er til umfjöllunar  kemur fram að OECD spáir 2,2% hagvexti á árinu vegna aukinna fjárfestinga og einkaneyslu. Þá er spáð 2,7% verðbólgu á árinu og að atvinnuleysi minnki niður í 7%. Lesa meira
 

Viljayfirlýsing send AGS vegna fimmtu endurskoðunar efnahagsáætlunar Íslands - 20.5.2011

Íslensk stjórnvöld hafa sent Alþjóðagjaldeyrissjóðnum viljayfirlýsingu vegna fimmtu endurskoðunar efnahagsáætlunar Íslands í samstarfi við sjóðinn.

Lesa meira
 

Ráðherra fundar með ESA - 18.5.2011

Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra fundaði í dag með stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) þar sem svar Íslands til stofnunarinnar vegna Icesave-málsins var reifað og rætt.

Lesa meira
 

Ráðherra ávarpar kollega sína í ESB - 17.5.2011

Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra flutti framsögu Íslands á samráðsvettvangi umsóknarríkja með efnahags- og fjármálaráðherrum ESB (ECOFIN) í Brussel í dag.

Lesa meira
 

Ráðherra ræddi íslensku leiðina á fundi CEPS í Brussel - 17.5.2011

Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra flutti ræðu um íslensku leiðina út úr fjármálakreppu á opinni ráðstefnu CEPS hugmyndaveitunnar í Brussel í gær. Fundinum stýrði Onno Ruding, fv. fjármálaráðherra Hollands. Auk ráðherra töluðu Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Daniel Gros hagfræðingur.

Lesa meira
 

Morgunverðarfundur um verðtryggingu - 16.5.2011

Efnahags- og viðskiptaráðuneytið stendur fyrir morgunverðarfundi um verðtryggingu miðvikudaginn 18. maí kl. 8.30-10.00. Fundurinn fer fram í Háskólanum í Reykjavík, stofu M1.01 – Bellatrix.

Lesa meira
 

Markmið Beinu brautarinnar að nást - 14.5.2011

Horfur eru á að allur þorri þeirra fyrirtækja sem falla undir samkomulag um skuldaúrvinnslu lítilla og meðalstórra fyrirtækja fái tilboð um endurskipulagningu skulda sinna fyrir 1. júní nk. Í einstökum tilvikum munu sumir bankanna þurfa júnímánuð til að ljúka tillögugerð.

Lesa meira
 

Starf lögfræðings á  skrifstofu fjármálamarkaðar, laust til umsóknar - 13.5.2011

Undir skrifstofuna heyra m.a. málefni er varða fjármálafyrirtæki, vátryggingar, verðbréfaviðskipti, aðgerðir gegn peningaþvætti, neytendalán, tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta, tryggingarsjóð sparisjóðanna, opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og Fjármálaeftirlitið.
Umsóknarfrestur er til og með 6. júní n.k.

Lesa meira
 

Nefnd um verðtryggingu skilar skýrslu til efnahags- og viðskiptaráðherra - 12.5.2011

Eygló Harðardóttir, formaður nefndar um verðtryggingu, afhenti í morgun Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, skýrslu nefndar sem falið var að kanna forsendur verðtryggingar á Íslandi og meta kosti og galla þess að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku fjármálakerfi, án þess að fjármálastöðugleika sé ógnað.

Lesa meira
 

Stjórnvöld svara ESA vegna Icesave málsins - 2.5.2011

sland hafnar því að brot gegn innistæðutryggingatilskipun Evrópusambandsins hafi átt sér stað og krefst þess að mál Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) verði látið niður falla. Sendiherra Íslands í Brussel afhenti bréf efnahags- og viðskiptaráðuneytisins þess efnis á skrifstofu ESA í dag, en þar er málstaður Íslands í Icesave málinu settur fram.

Lesa meira
 

Blaðamannafundur kl. 16 í Þjóðmenningarhúsinu - 2.5.2011

Efnahags- og viðskiptaráðuneytið boðar til blaðamannafundar kl. 16 í dag í Þjóðmenningarhúsinu vegna svarbréfs stjórnvalda til Eftirlitsstofnunar EFTA vegna Icesave.

Lesa meira
 
Efnahags- og viðskiptaráðuneyti Skuggasundi 3

Efnahags- og viðskiptaráðuneytið flytur á morgun fimmtudag 14. apríl, í framtíðarhúsnæði að Skuggasundi 3 í Reykjavík - 13.4.2011

Vegna flutninganna verður þjónusta ráðuneytisins í lágmarki þann dag þar sem tölvur og símar starfsmanna verða aftengd og síðan tengd aftur á nýjum stað. Lesa meira
 

Sérfræðiálit um peningamálastefnu - 12.4.2011

Mótun peningastefnu til framtíðar verður eitt viðamesta verkefni efnahagsstjórnunar á Íslandi næstu misserin. Í desember síðastliðnum skilaði Seðlabanki Íslands skýrslu til efnahags- og viðskiptaráðherra um peningastefnu eftir höft.

Lesa meira
 

Málstofa um mótun peningastefnu - 12.4.2011

Í dag þriðjudag, 12. apríl, boðar efnahags- og viðskiptaráðuneytið til málstofu um mótun framtíðarstefnu í peningamálum. Málstofan hefst kl. 15:00 í sal HT-102 í Háskóla Íslands (á Háskólatorgi).

Lesa meira
 

Drög að reglugerð um rafrænar undirskriftir til umsagnar - 11.4.2011

Efnahags- og viðskiptaráðuneytið leitar umsagna um drög að reglugerð um rafrænar undirskriftir. Umsagnafrestur er til 10. maí og skulu umsagnir sendast á postur@evr.is.

Lesa meira
 

Áætlun um losun gjaldeyrishafta - 25.3.2011

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag áætlun um losun gjaldeyrishafta í áföngum í samræmi við tillögu Seðlabanka Íslands sem unnin hefur verið í samráði við efnahags- og viðskiptaráðuneyti, fjármálaráðuneyti og Fjármálaeftirlit.

Lesa meira
 

Blaðamannafundur um áætlun um losun gjaldeyrishafta - 25.3.2011

Efnahags- og viðskiptaráðuneytið boðar til blaðamannafundar í Þjóðmenningarhúsinu kl. 16 í dag.

Lesa meira
 

Birtingu á áætlun um afnám gjaldeyrishafta frestað um tvær vikur - 11.3.2011

Undanfarið hefur sérstakur stýrihópur, sem í eiga sæti efnahags- og viðskiptaráðherra, fjármálaráðherra, seðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins, haft forystu um mótun áætlunar um afnám gjaldeyrishafta.

Lesa meira
 

Nefnd um erlenda fjárfestingu skilar áliti um kaup á rafmagnsframleiðslustöð OH ehf. - 21.2.2011

Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur skilað ráðherra áliti vegna kaupa GGL (Global Geothermal Limited) á rafmagnsframleiðslustöð OH ehf. (Orkuveitu Húsavíkur). Mat nefndarinnar er að kaupin gangi ekki gegn ákvæðum laga um erlenda fjárfestingu.

Lesa meira
 

Fimmta endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS í apríl - 11.2.2011

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun fjalla um fimmtu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands á fundi sínum í apríl næstkomandi. Þetta kom fram í tilkynningu sem sendinefnd AGS á Íslandi gaf út í dag.

Lesa meira
 

Olli Rehn heitir tæknilegri aðstoð við afnám hafta - 7.2.2011

Olli Rehn, framkvæmdastjóri efnahags- og gjaldeyrismála hjá Evrópusambandinu, og Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, funduðu í Brussel í dag í tilefni af nýútkominni skýrslu um þróun efnahagsmála á Ísland til ársins 2013.

Lesa meira
 

Skýrsla um þróun efnahagsmála send ESB - 4.2.2011

Efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur sent framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skýrslu um íslensk efnahagsmál til ársins 2013 (Pre-Accession Economic Programme). Skýrslan er hluti af undirbúningi aðildarumsóknar og verður sambærilegri skýrslu skilað árlega á meðan á því ferli stendur.

Lesa meira
 

Samkomulag lánveitenda á íbúðalánamarkaði um aðlögun fasteignalána í þágu yfirveðsettra heimila - 15.1.2011

Í dag var undirritað samkomulag um nánari útfærslu aðgerða í þágu yfirveðsettra heimila í samræmi við 1. tölulið viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og lánveitenda, frá 3. desember sl.

Lesa meira
 

Fjórða endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands samþykkt í stjórn AGS - 10.1.2011

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) samþykkti fjórðu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og sjóðsins á fundi sínum í Washington í dag, 10. janúar.

Lesa meira
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica